Eigið fé

SAFÍR20

Fjármálastofnun

Áttu 10? Þá getur þú eignast heimili

SAFÍR20 er ný fjármögnunarleið sem hjálpar þér að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þú leggur fram a.m.k. 10% af kaupverði og SAFÍR20 leggur til allt að 20% á móti. Þannig auðveldar SAFÍR20 þér að standast greiðslumat fyrir 70% láni og eignast heimili.

Það gefur kaupendum tækifæri á að eignast íbúð fyrr, án þess að þurfa að safna fyrir hærri útborgun eða greiða háa vexti af viðbótarláni. Fjármögnun með SAFÍR20 hentar bæði fyrstu kaupendum og þeim sem vilja stækka eða minnka við sig.

Auknar líkur á greiðslumati með SAFÍR20

-

Eigið fé (10%)

8,8

-

SAFÍR20

17,6

=

Húsnæðislán (70%)

61,4

Sláðu inn fasteignaverðið til að sjá hversu mikið eigið fé þú þarft og hver áætluð upphæð húsnæðisláns yrði.

Lánareiknir

Ath. Útreikningur í lánareikni er leiðbeinandi. Endanlegar upphæðir er hægt að reikna með nákvæmum hætti hjá þeirri lánastofnun sem er lánveitandi.
0 - 64.000.000
16.000.000
56.000.000
Tegund
Greiðslumáti

Greiðslubyrði á mánuði*

500.000 kr

*Meðalgreiðsla á mánuði fyrsta árið m.v. gefnar forsendur

Verðþróun og greiðslur

Uppgjör við samningslok

Fylltu út eyðublað til að sjá niðurstöður
Ár Áætlað verð fasteignar Eftirstöðvar láns Greiðslubyrði láns Uppsöfnuð leiga* Hrein eign kaupanda**

*Uppsafnað leigugjald er gert upp í lok samningstíma

**Hrein eign kaupanda eftir greiðslu láns og uppsafnaðrar leigu

Þróun íbúðaláns og eignarhluta

Svona virkar SAFÍR20

SAFÍR20 gildir fyrir nýjar íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 styður við kaup á íbúðum á Orkureitnum. Framlagið er 20% af kaupverði fasteignarinnar sem greitt er af í formi leigu eftir að samningstíma lýkur. SAFÍR20 verður meðeigandi að íbúðinni en kaupandi hefur þó 100% umráðarétt yfir eigninni.

Á Orkureitnum verða byggðar yfir 400 glæsilegar íbúðir þar sem lögð er alúð við að byggja upp framtíðarheimili þar sem vellíðan íbúa er höfð að leiðarljósi. Byrjað var að afhenda fyrstu íbúðir haustið 2024 og stefnt að því að allri uppbyggingu á svæðinu verði lokið í lok árs 2028.

Skoða íbúðir í boði

Þrjú einföld skref

Finndu rétta heimilið fyrir þig/ykkur

Veldu íbúð á Orkureitnum sem hentar þér. Fasteignasali aðstoðar við að skoða fjármögnunina, útborgunina þína og framlag SAFÍR20. Þegar allt er komið á hreint leggur þú fram kauptilboð.

Fjármögnun og
samningar

Þegar kauptilboð hefur verið samþykkt fer lánveitingin fram hjá þinni lánastofnun. Fasteignasali sér um alla kaup-, leigu- og sameignarsamninga. SAFÍR20 heldur sínum eignarhlut, allt að 20%, í 3–10 ár.

Afhending eignar og
afsal

Þegar öll skilyrði eru uppfyllt og afsal undirritað, verður þú formlegur eigandi ásamt SAFÍR20. Þú hefur fullan ráðstöfunarrétt yfir eigninni og getur hvenær sem er á samningstímanum selt eignina, leigt hana út eða keypt út hlut SAFÍR20.

    Einnig er hægt að hafa samband við fasteignasala til að fá ráðgjöf og nánari upplýsingar.

    Lágmúla 4, 108 Reykjavík
    Sími 569 7000
    miklaborg@miklaborg.is

    Grensásvegur 11. 108 Reykjavík
    Sími 588-9090
    eignamidlun@eignamidlun.is

    SAFÍR20 í stuttu máli

    • Samningstími: 3–10 ár.
    • Kaupandi greiðir 10% útborgun og SAFÍR20 leggur til 20% á móti og verður meðeigandi að íbúð.
    • SAFÍR20 fær 5% árlega leigu fyrir sinn eignarhlut. Leigan er gerð upp við lok samnings eða við sölu eignarinnar.
    • Engar mánaðarlegar leigugreiðslur sem gætu haft áhrif á greiðslumat.
    • SAFÍR20 þýðir lægri greiðslubyrði á mánuði.

    Það er komið að þér að eignast íbúð

    Með SAFÍR20 færð þú tækifæri til að eignast íbúð án þess að þurfa að safna fyrir hærri útborgun eða greiða háa vexti af viðbótarláni. SAFÍR20 hentar bæði fyrstu kaupendum og þeim sem vilja stækka eða minnka við sig.

    Með SAFÍR20 lækkarðu mánaðarlega greiðslubyrði sem gefur einnig svigrúm til að nýta eigið fé á annan hátt.

    
Nýttu meðbyrinn og kauptu þína eigin íbúð.

    Skoða íbúðir í boði

    Meiri sveigjanleiki – betri nýting á eigin fé

    SAFÍR20 getur einnig hentað þeim sem vilja binda minna eigið fé í eign og lækka lántöku.

    SAFÍR20 er þannig góð leið til að auka fjárhagslegt svigrúm og tryggir fólki um leið góða íbúð með skynsamlegri fjárfestingu.

    Aparta

    Eftir að fasteignakaup hafa átt sér stað geta kaupendur verið í samskiptum við Aparta um allt er snýr að daglegum rekstri en Aparta er þjónustu- og rekstraraðili fyrir SAFÍR20. Hægt er að hafa samband við Aparta í gegnum vef þeirra www.aparta.is

    Skoða vef Aparta

    Spurt og svarað

    SAFÍR20 er sérstakur sjóður, og um leið ný fjármögnunarleið, sem er til þess fallin að gera aðilum kleift að komast inn á fasteignamarkaðinn með auðveldari hætti. Með SAFÍR20 leggur þú fram a.m.k. 10% af kaupverði íbúðar og SAFÍR20 leggur til allt að 20% á móti. Þannig skiptist eignarhlutur íbúðar á milli kaupanda og SAFÍR20 í sameign, þar til eignahluturinn hefur verið gerður upp, með því að hann er keyptur til baka eða íbúðin seld. Kaupandi hefur þó yfirráð yfir eigninni.
    Markmiðið er að gera kaup á íbúð að raunhæfum möguleika fyrir fleiri – á einfaldan, sanngjarnan og öruggan hátt en á sama hátt einnig að fjölga valmöguleikum fyrir þá sem eru nú þegar á fasteignamarkaði.

    SAFÍR20 er í boði fyrir íbúðir á Orkureitnum, bæði tilbúnar íbúðir og þær sem eru í byggingu og verða afhentar á næstu misserum, sem byggingaraðili hefur ákveðið að bjóða í þessa leið.

    SAFÍR20 hentar einstaklingum sem hafa a.m.k. 10% eigið fé og standast greiðslumat lánastofnana fyrir allt að 70% láni. SAFÍR20 leggur þá til allt að 20% viðbótarfjármögnun og verður meðeigandi íbúðar að því hlutfalli þar til sameignarsamningur er gerður upp.

    Kaupandi greiðir leigu sem nemur 5% af framlagi SAFÍR20 til kaupverðs eignar. Leigan kemur til greiðslu við sölu íbúðar eða við lok samnings vegna nýtingar kaupréttar. Ekki þarf því að greiða leiguna mánaðarlega, en kaupanda er þó frjálst að greiða hana að hluta eða í heild sinni fyrir þann tíma.
    Leigan er verðtryggð og ber verðbætur frá gjalddaga, þar til hún er greidd.

    SAFÍR20 gerir fasteignakaup aðgengilegri með aukaframlagi sem gerir það að verkum að fleiri ná greiðslumati fyrir 70% láni hjá lánastofnunum. Þannig verður leiðin að heimili einfaldari og skuldir hófstilltari.

    • Kaupandi þarf aðeins 10% eigið fé til að geta fest kaup á íbúð.
    • SAFÍR20 leggur fram allt að 20% af kaupverði.
    • Lánastofnun veitir lán fyrir allt að 70% af kaupverði ef kaupandi stenst greiðslumat.
    • Kaupandi getur einnig lagt fram hærra eigið fé og lækkað þar með skuldir sínar eða minnkað eignarhlut SAFÍR20.

    Ef eignin hækkar í verði fær kaupandi ávöxtun af sínum eignarhlut, að frádreginni uppsafnaðri leigu og eftirstöðvum áhvílandi láns. SAFÍR20 fær einnig ávöxtun í samræmi við sinn eignarhlut.

    Ef íbúð hefur lækkað í verði þegar hún er seld skiptist tapið á milli kaupanda og SAFÍR20 í samræmi við eignarhlutföll. Ef söluandvirði stendur ekki undir uppgjöri eftir að áhvílandi lán og kostnaður hefur verið greiddur fellur leigugjaldið niður.

    SAFÍR20 er verkefni í umsjón Safír Bygginga ehf, sem hafa áratuga reynslu af íbúðabyggingum og fasteignaþróun. 

    SAFÍR20 sjóðurinn er hýstur og rekinn af Stefni sem er eitt stærsta eignastýringarfélag landsins og hluti af samstæðu Arion banka. Stefnir starfar á grundvelli starfsleyfis frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.  Aparta Iceland ehf. og Stefnir hf. eiga með sér samstarf til að tryggja góða þjónustu við sameigendur SAFÍR20 á þeim tíma sem samningur um sameign er í gildi.

    Ávinningur Safír Bygginga felst í því að gera fleirum kleift að eignast íbúð á Orkureitnum og stuðla um leið að virkum og stöðugum fasteignamarkaði. Með því að taka þátt í fjármögnun íbúða skapa Safír Byggingar ný tækifæri fyrir bæði kaupendur og byggingaraðila – og styrkja markað þar sem traust og jafnvægi ríkir. Þannig fjölgum við möguleikum á fasteignamarkaði.
    Ávinningur Stefnis og Aparta Iceland felst í að reka og þjónusta nýjan sjóð, sem ávaxtast í samræmi við verðþróun á íbúðarmarkaði og að teknu tilliti til húsaleigu.

    SAFÍR20 innheimtir ekki mánaðarlegar greiðslur fyrir sitt framlag. Leigan, sem nemur 5% af framlagi SAFÍR20, kemur til uppgjörs þegar íbúð er seld eða kaupréttur nýttur.
    Ef kaupandi kýs, er einnig hægt að greiða inn á uppsafnaða leigu, að hluta eða í heild, á samningstímanum.

    Daglegt viðhald íbúðar er á ábyrgð kaupanda, líkt og í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. SAFÍR20 tekur hlutfallslega þátt í kostnaði vegna framkvæmda sem samþykktar eru af húsfélagi til samræmis við lög um fjöleignarhús, en ekki kostnaði vegna breytinga sem kaupandi ákveður sjálfur, svo sem vegna endurnýjunar innréttinga, málningarvinnu eða viðgerða umfram eðlilegt slit. Til skoðunar getur komið þátttaka í umfangsmeiri framkvæmdum á íbúð undir því sem skilgreint er sem fyrirfram samþykktar framkvæmdir í samningi milli aðila.

    SAFÍR20 er meðeigandi íbúðar til samræmis við eignarhlutdeild/framlag SAFÍR20, en kaupandi hefur full umráð íbúðarinnar. Kaupandi stendur undir öllum almennum gjöldum tengdum íbúðinni. SAFÍR20 greiðir þó hluta af fasteignagjöldum í samræmi við eignarhlutfall.

    Samningar við SAFÍR20 gilda almennt í 3–10 ár. Þú getur þó krafist þess að kaupréttur sé nýttur hvenær sem er á samningstímanum. Ef kaupréttur er nýttur innan 36 mánaða frá undirritun samnings ber kaupandi allan kostnað SAFÍR20 vegna upphaflegra kaupa og skal endurgreiða umsýslukostnað vegna upphaflegra kaupa á íbúð.
    Ef kaupandi vill halda eigninni lengur en 10 ár, þarf uppgjör við SAFÍR20 að eiga sér stað með endurfjármögnun eða með öðrum sparnaði í kjölfar nýtingar á kauprétti.

    Við sölu eignarinnar fer fram uppgjör við SAFÍR20. Við uppgjör fær kaupandi þá sinn hlut af söluandvirðinu samkvæmt eignarhlutfalli, að frádregnum eftirstöðvum fasteignaláns, hlutfallslegum sölukostnaði, ógreiddri leigu (5% árleg leiga af upphaflegu framlagi) og öðrum ógreiddum kröfum SAFÍR20, eftir því sem við á.
    Ef eignin hefur hækkað í verði, fær kaupandinn hagnað í samræmi við sinn hlut – ef hún lækkar, deilist tapið á sama hátt. Ef sala stendur ekki undir fasteignaláninu fellur leigugjaldið niður.
    Leiga er gerð upp við lok samnings.

    Markmiðið með þessum tímaramma er að gefa kaupanda svigrúm til að byggja upp eigið fé í fasteigninni. Of stuttur tími myndi draga úr því tækifæri, en of langur myndi takmarka sveigjanleika. Tímabilið 3–10 ár telst eðlilegt og raunhæft miðað við almenna endurfjármögnun íbúðarhúsnæðis á Íslandi.

    Við kaup íbúðar leggur kaupandi fram allt að 80% af kaupverði og SAFÍR20 leggur fram allt að 20% framlag. Þetta framlag fer beint inn í kaupin og greiðist til seljanda íbúðar við kaupsamning.

    Já. Kaupandi fer í greiðslumat hjá banka eða lífeyrissjóði eins og venjulega, sem veita fasteignalán, sem tryggt er með fyrsta veðrétti í allri íbúðinni (100% eignarhluta), en SAFÍR20 fær 2. veðrétt í íbúðinni samkvæmt tryggingarbréfi, til tryggingar efndum samkvæmt sameignarsamningi og leigusamningi. Þó þarf að taka mið af því að mismunandi er eftir lífeyrissjóðum hvort að veitt séu sjóðsfélagalán vegna íbúða sem er eigu einstaklings og lögaðila líkt og SAFÍR20 er.

    Já, þú getur endurfjármagnað fasteignalánið þitt hvenær sem er á samningstímanum, svo lengi sem SAFÍR20 samþykkir það. SAFÍR20 getur aðeins hafnað slíkri beiðni ef gildar og málefnalegar ástæður liggja fyrir.

    Já, kaupandi hefur kauprétt sem hann getur nýtt til að greiða upp framlag SAFÍR20 hvenær sem er eftir afhendingu eignarinnar. Einnig er hægt að greiða inn á uppsafnaða leigu, að hluta eða í heild, á samningstímanum.
    Tilkynna þarf um slíka greiðslu skriflega. Þetta gefur kaupanda möguleika á að minnka skuldbindingar á samningstímanum.
    Fyrir þá sem eru að kaupa fasteign í fyrsta skiptið getur SAFÍR20 hentað vel til þess að taka skrefið inná fasteignamarkaðinn í fleiri en einu skrefi. Þannig draga úr skuldsetningu í upphafi og að sama skapi að deila áhættu vegna verðþróunar fasteigna með sjóðnum.

    Kaupandi hefur forræði yfir eigninni, en breytingar sem ganga lengra en venjulegt viðhald þurfa samþykki SAFÍR20. SAFÍR20 getur ekki hafnað breytingum á íbúðinni nema gildar ástæður liggi fyrir.
    Allar framkvæmdir, sem og venjulegt viðhald, eru á kostnað kaupanda.

    Já, það er heimilt að leigja út eignina, að hluta eða í heild. Kaupandinn heldur öllum leigutekjum og ber fulla ábyrgð á eigninni meðan á útleigu stendur, þar á meðal vegna viðhalds, trygginga og hugsanlegs tjóns.

    Við gerð samnings við SAFÍR20 eru undirritaðir tveir samningar:

    1. Sameignarsamningur, sem skilgreinir réttindi og skyldur beggja aðila, þ.e. kaupanda og SAFÍR20, og hvernig sameignarhaldinu er háttað.

    2. Leigusamningur, sem fjallar um fullan afnotarétt kaupanda og tekur á greiðslum fyrir afnot og notkun eignarinnar meðan á samningstíma stendur.

    Auk þess gefur kaupandi út tryggingarbréf til SAFÍR20, til tryggingar efndum samkvæmt sameignar- og leigusamningi.

    Þannig eru bæði eignarhald og afnot skýr og gagnsæ fyrir alla aðila frá upphafi.

    Fyrir kaup:

    Safír Byggingar annast samskipti vegna kaupa SAFÍR20 á fasteigninni. Kaupendur geta haft samband beint við fasteignasala verkefnisins eða þjónustuteymi Safír Bygginga sem leiðbeinir um ferlið, samningsatriði og möguleg næstu skref.

    Eftir kaup:

    Rekstraraðili sjóðsins SAFÍR20 er Stefnir hf. sem hefur gert samstarfssamning við Aparta Iceland ehf. sem sér um þjónustu við kaupanda á þeim tíma sem íbúðin er í sameign.  Hægt er að hafa samband við Aparta í gegnum heimasíðu þeirra www.aparta.is.

    Með SAFÍR20 er áhætta kaupanda minni en í hefðbundnum fasteignakaupum, þar sem hann leggur fram minna eigið fé. SAFÍR20 tekur þátt í áhættunni með því að leggja fram allt að 20% og ber þar með sinn hluta af hugsanlegu tapi ef fasteignaverð lækkar. Kaupandinn heldur þó öllum ávinningi af sínum eignarhlut ef markaðsvirði hækkar.

    Eiginfjárframlag SAFÍR20 sem nemur kaupverði sjóðsins á sínum hlut af íbúðinni er ekki verðtryggt.
    Húsaleiga sameiganda ræðst hins vegar af hlutfalli af kaupverði í upphafi en eftir það er húsaleigan verðtryggð út sameignartímann, sem og uppsöfnuð húsaleiga, sem kemur til greiðslu við sölu íbúðarinnar, eða fyrr að vali kaupanda.

    Að samningstíma loknum er samkomulagið gert upp. Kaupandinn getur þá annað hvort:

    • selt eignina og gert upp við SAFÍR20 samkvæmt eignarhlutfalli, eða

    • endurfjármagnað eða nýtt annan sparnað og keypt út hlut SAFÍR20 að fullu með nýtingu kaupréttar.
    • Í báðum tilvikum hefur kaupandinn fullan ráðstöfunarrétt og nýtur ávinningsins af sínu uppsöfnuðu eigin fé yfir samningstímann.

    Festu íbúðarverðið með 2% staðfestingargjaldi

    Hægt er að festa verð íbúða í svokölluðum hluta D2 á Orkureitnum með því að greiða 2% staðfestingargjald sem heldur verði óbreyttu til afhendingar 2026. Það gefur tíma og aukið svigrúm – og þú tryggir þér draumaíbúðina á undan öðrum. Íbúðir í D2 fara í sölu innan skamms.

    Hafa samband við fasteignasala

    Að eignast heimili er stórt skref.

    SAFÍR20 tekur það skref með þér.

    Safír, stefna og áherslur

    SAFÍR Byggingar ehf. er þróunar- og verktakafyrirtæki sem þróar byggingarreiti, byggir og selur eigin íbúðir og atvinnuhúsnæði.

    Fyrirtækið var stofnað árið 2021 og er fyrsta verkefni þess að byggja 436 íbúðir og atvinnuhúsnæði á Orkureitnum í Reykjavík. Mannauður fyrirtækisins hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á íslenskum byggingamarkaði og hefur stýrt og haft yfirumsjón með umfangsmiklum og fjölbreyttum byggingaverkefnum bæði hér á landi og utan landsteinanna.

    Framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi SAFÍR bygginga hefur áður stýrt og verið hluthafi í umfangsmiklum byggingaverkefnum í Reykjavík eins og uppbyggingu á íbúðum og atvinnuhúsnæði í Efstaleitinu í Reykjavík og lokaáfanga Skuggahverfisins.

    Gildi Safírs

    Alúð

    Við vinnum verkefni okkar af alúð. Við nýtum
    ólíka styrkleika okkar til að ná hámarksárangri
    og standa við það sem við berum ábyrgð á.

    Framsækni

    Við leggjum áherslu á framsækni. Við sköpum saman starfsumhverfi og starfsmenningu sem hvetur til starfsþróunar og endurmenntunar. Við leitum sífellt nýrra leiða við að skapa þekkingu til að ná markmiðum okkar.

    Samvinna

    Góð samvinna er leiðarljós okkar og lykilforsenda þess að ná góðum árangri. Við berum virðingu fyrir ólíkum þörfum og skoðunum og leggjum áherslu á heiðarleg samskipti. Þannig náum við að vaxa saman.